Persónuverndarstefna

Upplýsingar fyrir viðskiptavini og notendur

Meðferð persónuupplýsinga
Fjárhúsið endurskoðun leggur ríka áherslu á að farið sé með persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Á vefsvæðinu fjarhusid.is er unnt að senda fyrirspurnir eða skilaboð til Fjárhússins í gegnum eyðublöð. Við slíka notkun kunna að berast persónuupplýsingar, svo sem nafn, netfang, símanúmer og efni skilaboða. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að svara erindinu og veita viðeigandi þjónustu. Persónuupplýsingar sem berast í gegnum vefinn eru ekki notaðar í markaðsskyni né afhentar þriðja aðila, nema slíkt sé skylt samkvæmt lögum.

Mínar síður
Viðskiptavinum Fjárhússins stendur til boða aðgangur að „Mínum síðum“, þar sem hægt er að senda inn gögn og nálgast bókhalds- og fjárhagsupplýsingar. Aðgangur að slíkum upplýsingum er varinn með viðeigandi öryggisráðstöfunum og eingöngu ætlaður viðkomandi viðskiptavinum og starfsfólki Fjárhússins sem hefur heimild til vinnslu gagnanna.

Réttindi einstaklinga
Einstaklingar eiga rétt á aðgangi að þeim persónuupplýsingum sem Fjárhúsið kann að hafa um þá. Jafnframt er hægt að óska eftir leiðréttingu eða eyðingu upplýsinga, eftir því sem lög heimila.

Tölvupóstur og trúnaður
Tölvupóstur og viðhengi sem send eru frá Fjárhúsinu kunna að innihalda trúnaðarupplýsingar og eru eingöngu ætluð þeim sem skilaboðin eru stíluð á. Sá sem fyrir mistök tekur við slíkum upplýsingum er beðinn um að gæta fyllsta trúnaðar og hafa samband við sendanda án tafar.